Almirón hetja Newcastle

Leikmenn Newcastle fagna sigrinum í dag.
Leikmenn Newcastle fagna sigrinum í dag. AFP/Lindsey Parnaby

Miguel Almirón reyndist hetja Newcastle þegar liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Newcastle í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Newcastle en Almirón skoraði sigurmark leiksins á 79. mínútu.

Alexander Isak kom Newcastle yfir á 26. mínútu áður en Hee-Chan Hwang jafnaði metin fyrir Wolves á 70. mínútu.

Newcastle er með 44 stig í fimmta sæti deildarinnar en Wolves er í því þrettánda með 27 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert