Arsenal vann afar þægilegan útisigur á Fulham, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Gabriel Magalhaes, Gabriel Martinelli og Martin Ödegaard skoruðu mörk Arsenal en öll komu þau í fyrri hálfleik. Belginn Leandro Trossard lagði upp öll mörk Arsenal í leiknum.
Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Leikur Fulham og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.