West Ham og Villa skiptu með sér stigunum

Ollie Watkins kemur Villa yfir í leiknum.
Ollie Watkins kemur Villa yfir í leiknum. AFP/Ben Stansall

West Ham og Aston Villa skildu jöfn, 1:1, á London-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ollie Watkins kom gestunum frá Birmingham yfir á 17. mínútu en Said Benrahma jafnaði metin úr vítaspyrnu einungis níu mínútum síðar.

Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli því niðurstaðan.

Aston Villa er í 11. sæti deildarinnar með 35 stig en West Ham er í 17. sæti með 24 stig, jafn mörg og Bournemouth sem er í fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert