Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru orðnir langþreyttir á slæmu ástandi á heimavelli félagsins Old Trafford.
United tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær en klósettin á vellinum biluðu á meðan leik stóð.
Hland flæddi því um gólf vallarins en Glazer-fjölskyldan, eigendur félagsins, hafa verið harðlega gagnrýndir af stuðningsmönnum félagsins að undanförnu fyrir litlar endurbætur á vellinum sem mikil þörf er á.
„Ég var að mæta á Old Trafford og þetta er ekki í fyrsta sinn sem byrjað er að flæða upp úr klósettunum og það er hland út um öll gólf,“ skrifaði einn stuðningsmaður liðsins í færslu sem hann birti á Twitter.
„Þetta er ógeðslegt og þetta er einn af þeim hlutum sem Glazer-fjölskyldan vill ekki að fólk sjái,“ sagði stuðningsmaðurinn meðal annars.
Just arrived at Old Trafford and not for the first time the toilets are over flooded with an inch of urine al over the floor. Disgusting to see. This is what the Glazers don’t want you to see. It’s that bad and has happened so many times I had to video it👇🏽
— Mancunian Red (@ste_conlon) March 12, 2023
please share. pic.twitter.com/50h4g4fTCh