Knattspyrnumaðurinn Alejandro Garnacho verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla en hann er samningsbundinn Manchester United á Englandi.
Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en leikmaðurinn meiddist á ökkla í markalausu jafntefli United og Southamtpon um nýliðna helgi.
Garnacho, sem er einungis 18 ára gamall, hefur komið við sögu í 15 leikjum með United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar.
Hann var valinn í argentínska landsliðið á dögunum í fyrsta sinn fyrir vináttuleikina gegn Panama og Karabísku eyjunum en hann þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðslanna.