Brighton og Brentford halda sínu striki í baráttunni um að ná Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og bæði lið unnu mikilvæga sigra í kvöld.
Brighton fékk Crystal Palace í heimsókn og sigraði 1:0. Solly March skoraði sigurmarkið á 15. mínútu.
Brentford sótti Southampton heim á suðurströndina og sigraði 2:0. Ivan Toney var enn á skotskónum en hann skoraði fyrra markið á 32. mínútu. Yoane Vissa innsiglaði sigurinn með marki á áttundu mínútu í uppbótartíma.
Brighton er með 42 stig í sjöunda sætinu, náði Liverpool að stigum og á leik til góða á Jürgen Klopp og hans menn sem sitja í sjötta sætinu.
Brentford fór upp fyrir Fulham og í áttunda sætið með 41 stig.
Crystal Palace er áfram í 12. sæti með 27 stig en er samt aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti og er að dragast inn í fallbaráttuna. Southampton situr áfram á botninum með 22 stig.