Solly March hefur verið sjóðandi heitur í liði Brighton undanfarnar vikur og í kvöld skoraði hann mikilvægt sigurmark gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þetta er sjöunda mark hans frá áramótum og Brighton gefur ekkert eftir í baráttunni um Evrópusæti.
Markið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport.