Ivan Toney frá Brentford og Kyle Walker frá Manchester City eru báðir í enska landsliðshópnum í knattspyrnu sem Gareth Southgate tilkynnti í dag þó þeir eigi báðir við vandamál að stríða utan vallar.
Toney á yfir höfði sér langt bann vegna þátttöku í veðmálum tengdum fótboltanum og Walker er til rannsóknar vegna meintrar ósæmilegrar hegðunar á dögunum.
Harry Maguire er áfram í hópnum þó hann fái lítið að spila með Manchester United.
Ben Chilwell og Reece James eru með á ný eftir að hafa verið meiddir í síðasta landsliðsverkefni en Raheem Sterling er úr leik vegna meiðsla.
Enska liðið mætir Ítalíu og Úkraníu í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í þessum mánuði en og er þannig skipað:
Markverðir: Jordan Pickford, Nick Pope, Aaron Ramsdale.
Varnarmenn: Ben Chilwell, Eric Dier, Marc Guéhi, Reece James, Harry Maguire, Luke Shaw, John Stones, Kieran Trippier, Kyle Walker.
Miðjumenn: Jude Bellingham, Conor Gallagher, Jordan Henderson, James Maddison, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice.
Sóknarmenn: Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Ivan Toney.