Franski knattspyrnumaðurinn Randal Kolo Muani er á óskalista enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United.
Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en Kolo Muani, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.
Hann hefur skorað ellefu mörk og lagt upp önnur tólf í 23 leikjum í þýsku 1. deildinni á tímabilinu en hann gekk til liðs við félagið frá Nantes síðasta sumar.
Framherjinn á fjögur og hálft ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi en hann kostar í kringum 40 milljónir punda.
Kolo Muani var í landsliðshóp Frakka á HM í Katar þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleik mótsins en tapaði þar fyrir Argentínu.