Newcastle vann dramatískan útisigur á Nottingham Forest, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld
Emmanuel Dennis kom heimamönnum í Forest yfir á 26. mínútu leiksins en Svíinn Alexander Isak jafnaði fyrir Newcastle í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik skoraði Elliott Anderson skallamark en eftir VAR-skoðun var það dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo á þriðju mínútu uppbótartíma sem að gestirnir fengu vítaspyrnu en boltinn fór þá í höndina á Moussa Niakhate. Isak fór á punktinn og tryggði Newcastle stigin þrjú með sínu öðru marki.
Sigurinn var gífurlega mikilvægur fyrir Newcastle í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham sem er í fjórða sæti. Forest er í 14. sæti með 26 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.