Eftir að Crystal Palace sagði upp knattspyrnustjóranum Patrick Vieira í morgun eru margir nefndir til sögunnar þegar rætt er um mögulegan arftaka hans.
Einir sex sem hafa starfað sem knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni til skamms tíma eru atvinnulausir núna.
Rafael Benítez, Steven Gerrard, Frank Lampard, Scott Parker, Jesse Marsch og Ralph Hassenhüttl eru í hópi þeirra sem eru taldir koma til greina.
Paddy McCArthy, þjálfari 21-árs liðs Crystal Palace, mun stýra liðinu á sunnudag þegar það heimsækir Arsenal.