Newcastle vann dramatískan sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Emmanuel Dennis kom Forest yfir í fyrri hálfleik þegar hann vippaði boltanum glæsilega yfir Nick Pope í marki Newcastle. Alexander Isak jafnaði svo metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skemmtilegri afgreiðslu í stöngina og inn, eftir sendingu frá Joe Willock.
Allt útlit var fyrir að liðin myndu skipta með sér stigunum en í uppbótartíma fékk Moussa Niakhate, varnarmaður Forest, boltann í höndina innan teigs og vítaspyrna dæmd. Isak fór á punktinn og skoraði af gífurlegu öryggi.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Nottingham Forest og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.