Chelsea og Everton gerðu jafntefli, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld.
Joao Felix og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í leiknum en þeir Abdoulaye Doucouré og Josh Simms skoruðu mörk Everton. Mark Simms kom í blálok leiksins og tryggði Everton stig, sem gæti reynst dýrmætt í fallbaráttunni.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Leikur Chelsea og Everton var sýndur beint á Síminn Sport.