Southampton og Tottenham skildu jöfn, 3:3, í markaleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Pedro Porro, Harry Kane og Ivan Perisic skoruðu mörk Tottenham en þeir Che Adams, Theo Walcott og James Ward-Prowse skoruðu fyrir Southampton. Mark þess síðastnefnda kom af vítapunktinum eftir umdeildan dóm.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Leikur Southampton og Tottenham var sýndur beint á Síminn Sport.