Arsenal styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum heimasigri á Crystal Palace, 4:1.
Gabriel Martinelli og Granit Xhaka skoruðu eitt mark hvor en Bukayo Saka skoraði tvívegis. Jeffrey Schlupp skoraði mark gestanna.
Mörkin og önnur tilþrif í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.