Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um 2:2-jafntefli Chelsea og Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.
Ellis Simms jafnaði metin fyrir Everton einni mínútu fyrir leikslok með sínu fyrsta marki fyrir uppeldisfélagið.
„Simms hefur verið í brasi líkamlega og Sean Dyche [knattspyrnustjóri Everton] hefur talað um það á blaðamannafundi að hann þurfi að vera sterkari ef hann ætlar að fá að spila meira.
Hann hefur verið að lenda í veseni, sérstaklega þegar hann byrjaði gegn Liverpool. Þarna gerði hann þetta frábærlega og þvílíkt stig fyrir Everton á útivelli,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.
Umræður Bjarna Þórs, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Tómasar Þórs Þórðarsonar um leikinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.