Margrét: Tottenham í bullandi vandræðum

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um varnarleik Tottenham Hotspur í 3:3-jafntefli liðsins gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Tottenham komst í 3:1 en glutraði niður forskoti sínu.

„Þeir voru bara í bullandi vandræðum, Tottenham-liðið, sem er svo svekkjandi fyrir þá, að geta einhvern veginn ekki haldið áfram þessu ágæta gengi sem þeir hafa verið með undanfarið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.

Umræður Margrétar Láru, Bjarna Þórs Viðarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert