Dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið tilmæli um að reyna sitt besta við að gera hlé á kvöldleikjum deildarinnar næsta mánuðinn svo múslimskir leikmenn geti brotið föstu.
Ramadan er níundu mánuðurinn í dagatali múslima og er helgaður föstu. Hann hefst annað kvöld og stendur til 21. apríl en á þeim tíma borða múslimar ekki yfir daginn. Þegar sólin sest brjóta þeir föstuna og einhverja daga verða kvöldleikir í gangi í ensku úrvalsdeildinni þegar það gerist.
Dómarar hafa því fengið þau skilaboð að reyna að finna góðan tíma á meðan leik stendur til að gera stutt hlé á leiknum svo múslimskir leikmenn geti brotið föstuna. Leikmenn eins og Mohamed Salah, Riyad Mahrez og N'golo Kanté eru þar á meðal.
Fyrir tveimur árum síðan fór fram leikur Crystal Palace og Leicester á meðan Ramadan stóð. Liðin sömdu þá sérstaklega við Graham Scott, dómara leiksins, um að stutt hlé yrði gert á leiknum svo þeir Wesley Fofana og Cheikou Kouyate gæti farið út að hliðarlínu og fengið sér næringu.