Ákvörðun Tottenham um framtíð ítalska knattspyrnustjórans Antonio Conte verður tekin í kvöld.
Conte hefur farið mikinn á blaðamannafundum undanfarið þar sem hann hefur gagnrýnt félagið og hafa margir talað um að hann sé hreinlega að reyna að láta reka sig.
Aftur á móti hafa heimildarmenn nálægt Conte fullyrt að hann hafi ekki tjáð sig á laugardaginn vegna þess að hann vill að Tottenham reki sig. Þess í stað endurspegluðu ummæli hans það sem hann hefur fundið fyrir í langan tíma og hann ætlaði ekki að ráðast á leikmenn eða stjórn.
Í breskum miðlum kemur fram að erfitt sé að sjá leið fyrir Ítalann til að halda áfram, en lokaákvörðunin verður tekin í kvöld.