Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var í dag handtekinn fyrir kynferðisbrot.
Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur af lagalegum ástæðum.
Í frétt miðilsins kemur meðal annars fram að leikmaðurinn hafi áður verið handtekinn og færður til yfirheyrslu fyrir tvær meintar nauðganir sem áttu sér stað í apríl árið 2021 og júní árið 2022.
Þetta er því í þriðja sinn sem leikmaðurinn er handtekinn vegna meints kynferðisbrot en hann er búsettur í Norður-Lundúnum.
Í frétt Sportsmail kemur fram að hann hafi tekið þátt á HM í Katar með landsliði sínu og að hann æfi og spili með félagi sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag, þrátt fyrir að mál hans sé í rannsókn á Englandi.