Frakkinn Hugo Lloris, markvörður enska knattspyrnuliðsins Tottenham, er að snúa aftur eftir hnémeðsli en hann hefur verið frá síðan í byrjun febrúar.
Lloris lék síðast með aðalliði Tottenham gegn Manchester City þann 5. febrúar en hann lék æfingaleik fyrir luktum dyrum á fimmtudaginn. Hann verður því að öllum líkindum klár í slaginn þegar Tottenham mætir Everton þann 3. apríl næstkomandi.
Englendingurinn Fraser Forster hefur staðið vaktina í marki Tottenham í fjarveru Lloris og þótt standa sig með mikilli prýði. Hann var á dögunum kallaður inn í enska landsliðið vegna meiðsla Nick Pope. Antonio Conte, stjóri Tottenham, hefur þó sagt að Lloris sé ennþá aðalmarkmaður liðsins.