Tottenham og ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte hafa komist að samkomulagi um starfslok Ítalans hjá enska knattspyrnufélaginu.
Frá þessu greinir Tottenham í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.
Þessar fregnir lágu í loftinu en Conte fór mikinn á blaðamannfundi síðustu helgi eftir leik Tottenham og Southampton í ensku úrvalsdeildinni sem lauk með 3:3-jafntefli.
Þar gagnrýndi hann félagið og leikmenn liðsins og töldu margir að endalok hans sem stjóri liðsins væru óumflýjanleg, sem er nú staðreynd.