Markverðir ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla hafa leikið listir sínar á yfirstandandi tímabili og allnokkrum sinnum komið í veg fyrir mörk með ævintýralegum hætti.
Deildin hefur tekið saman tíu bestu markvörslur tímabilsins til þessa og eru margar þeirra með nokkrum ólíkindum, svo vel gerðu markverðirnir í að halda boltanum utan marksins.
Markvörslurnar glæsilegu má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.