Spænski knattspyrnumarkvörðurinn David De Gea hafnaði í dag nýju samningstilboði frá Manchester United. Samningaviðræður munu þó halda áfram, en núgildandi samningur Spánverjans rennur út í sumar.
De Gea er launahæsti markvörður heims í dag, en hann þénar rúmlega 375.000 pund á viku, eða rúmar 63 milljónir króna.
The Athletic greinir frá að United vilji lækka De Gea í launum, þar sem hann er orðinn 32 ára. Vegna þessa sé Spánverjinn að hugsa sín mál.