Sá eini sem trúði (myndskeið)

Arsene Wenger var í dag vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta ásamt Sir Alex Ferguson.

Wenger stýrði Arsenal á ár­un­um 1996 til 2018 og stýrði hann Arsenal þríveg­is til sig­urs í úr­vals­deild­inni.

Franski þjálf­ar­inn á metið yfir lang­líf­ustu stjóra deild­ar­inn­ar eða 22 tíma­bil alls en tíma­bilið 2003-04 fór Arsenal í gegn­um leiktíðina án þess að tapa leik, sem er met á Englandi.

Hann stýrði Arsenal í 828 leikj­um, þar sem hann vann 476 þeirra. Hann var út­nefnd­ur stjóri árs­ins í deild­inni í þrígang, árin 1998, 2002 og 2004.

Innslag um vígslu Frakkans í frægðarhöllina má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert