Arsene Wenger var í dag vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta ásamt Sir Alex Ferguson.
Wenger stýrði Arsenal á árunum 1996 til 2018 og stýrði hann Arsenal þrívegis til sigurs í úrvalsdeildinni.
Franski þjálfarinn á metið yfir langlífustu stjóra deildarinnar eða 22 tímabil alls en tímabilið 2003-04 fór Arsenal í gegnum leiktíðina án þess að tapa leik, sem er met á Englandi.
Hann stýrði Arsenal í 828 leikjum, þar sem hann vann 476 þeirra. Hann var útnefndur stjóri ársins í deildinni í þrígang, árin 1998, 2002 og 2004.
Innslag um vígslu Frakkans í frægðarhöllina má sjá hér fyrir neðan.