Knattspyrnumaðurinn Jack Diamond hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Mál Diamonds hefur verið til rannsóknar frá því í maí á síðasta ári.
Diamond er kominn í bann hjá félagi sínu Sunderland, en það leikur í ensku B-deildinni. Leikmaðurinn var að láni hjá Lincoln í C-deildinni og hefur lánssamningnum verið rift.
Var hann handtekinn í maí á síðasta ári, en síðan sleppt. Málið verður tekið fyrir í dómstólum í maí á þessu ári og gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist.
Diamon, sem er 23 ára gamall, hefur leikið 28 deildarleiki með Sunderland og skorað í þeim eitt mark.