Frá Chelsea til Real Madrid?

Reece James er orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.
Reece James er orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. AFP/Paul Ellis

Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni hafa mikinn áhuga á enska bakverðinum Reece James.

Það er spænski miðillinn AS sem greinir frá þessu en James, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

James er uppalinn hjá félaginu en alls á hann að baki 141 leik fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur 20.

Hann er samningsbundinn Chelsea til sumarsins 2028 en Real Madrid ætlar sér að fjárfesta í hægri bakverði í sumar.

James er algjör lykilmaður í liði Chelsea en félagið þarf að selja leikmenn í sumar til þess að jafna bókhaldið hjá sér eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en 500 milljónir punda frá því síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert