Bandarísku leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds, sem eiga knattspyrnufélagið Wrexham, sem leikur í ensku E-deildinni, voru stressaðir áður en þeir fengu að ræða við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United.
Í innslagi sem félagið birti á Twitter-síðu sinni, má sjá þá félaga bíða eftir myndbandsspjalli við Sir Alex, en Wrexham og Manchester-liðið mætast í æfingaleik á undirbúningstímabilinu fyrir næstu leiktíð.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Sir Alex taka McElhenney og Reynolds út af laginu, með því einu að horfa á þá. Föttuðu þeir ekki að ekki var kveikt á hljóðinu þegar þeir reyndu að ræða við Skotann.
Myndbandið skemmtilega má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
50% Dragon. 50% Devil. 100% Red. Wrexham play @ManUtd in San Diego, July 25th!
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) March 27, 2023
🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/w7zUjB3d3K