Knattspyrnumaðurinn Luis Díaz mætti aftur til æfinga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool í morgun.
Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun en Díaz, sem er 26 ára gamall, hefur verið frá keppni síðan í október á síðasta ári vegna hnémeiðsla.
Sóknarmaðurinn gekk til liðs vð Liverpool frá Porto í janúar 2022 en Liverpool borgaði 37,5 milljónir punda fyrir hann.
Alls á hann að baki 38 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 10 mörk og lagt upp önnur átta.
Liverpool er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig og í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni.