Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur reynst Manchester City erfiður ljár í þúfu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undanfarin ár og skorað alls sex mörk, nokkur þeirra afar lagleg.
Deildin hefur tekið saman mörkin sex og má sjá þau öll í spilaranum hér að ofan.
Man. City og Liverpool etja kappi á Etihad-vellinum í Manchester í hádeginu á morgun, þar sem Salah mun freista þess að skora einungis annað mark sitt í deildinni á vellinum, en fimm markanna hefur hann skorað á Anfield, heimavelli Liverpool.