Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, er kominn í leyfi frá félaginu á meðan það bíður eftir niðurstöðu úr áfrýjun vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að úrskurða hann í 30 mánaða bann frá fótbolta.
Upphaflega var Paratici, sem er fimmtugur, úrskurðaður í 30 mánaða bann frá öllum afskiptum af ítölskum fótbolta en FIFA blandaði sér í málið og bannið nær nú yfir allan heimsfótboltann.
Tottenham var ósátt með þá ákvörðun og áfrýjaði henni. Á meðan félagið bíður eftir niðurstöðu, hefur Ítalinn samþykkt að taka sér leyfi frá störfum.
Paratici hefur starfað hjá Tottenham frá því sumarið 2021 en hann er næsti yfirmaður Grétars Rafns Steinarssonar, fyrrverandi landsliðsmanns Íslands í knattspyrnu.