Aston Villa vann góðan útisigur á Chelsea, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Ollie Watkins skoraði fyrra mark gestanna á 18. mínútu og John McGinn það síðara í upphafi seinni hálfleiks.
Með sigrinum fór Aston Villa upp fyrir Chelsea og situr í 9. sæti með 41 stig. Chelsea er í því 11, með 38 stig.