Norski markahrókurinn Erling Haaland verður ekki með Manchester City í stórleiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Haaland er að glíma við meiðsli, en hann var ekki með norska landsliðinu í leikjunum gegn Spáni og Georgíu í landsleikjahléinu.
„Hann er ekki klár. Honum leið ekki nógu vel í dag, en þetta er ekki stórt vandamál hjá honum,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, við BT-sjónvarpsstöðina fyrir leikinn, sem hefst klukkan 11:30.