Hinn 75 ára gamli Roy Hodgson fer vel af stað með Crystal Palace, því liðið vann sinn fyrsta sigur á árinu 2023 í dag, í hans fyrsta leik með liðið síðan hann tók við því á nýjan leik á dögunum.
Palace hafði þá betur gegn Leicester, 2:1. Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmark Palace í uppbótartíma, en hann kom inn á sem varamaður á 86. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.