Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 11:30 þegar Manchester City og Liverpool mætast á Etihad-vellinum í Manchester.
Þrátt fyrir að tímabilið hafi verið mun betra hjá City til þessa, er alltaf um stóran viðburð að ræða þegar City og Liverpool mætast.
Arsenal er með átta stiga forskot á toppnum og liðið mætir Leeds á heimavelli klukkan 14. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Chelsea og Aston Villa á Stamford Bridge.
Þá er áhugaverður leikur á morgun þegar Manchester United heimsækir Newcastle. Umferðinni lýkur svo á mánudag með leik Everton og Tottenham á heimavelli fyrrnefnda liðsins.
Leikirnir eru sýndir á Símanum sport og þá verða leikir Arsenal og Leeds og Bournemouth og Fulham sýndir á mbl.is á sérvefnum Enski boltinn.
Laugardagur 1. apríl:
11:30 Manchester City – Liverpool
14:00 Arsenal – Leeds
14:00 Bournemouth – Fulham
14:00 Brighton – Brentford
14:00 Crystal Palace – Leicester
14:00 Nottingham Forest – Wolves
16:30 Chelsea – Aston Villa
Sunnudagur 2. apríl:
13:00 West Ham – Southampton
15:30 Newcastle – Manchester United
Mándagur 3. apríl:
19:00 Everton – Tottenham