Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea rak í kvöld knattspyrnustjórann Graham Potter frá störfum. Chelsea tapaði gegn Aston Villa á heimavelli í gær, sem reyndist síðasti naglinn í kistu Englendingsins.
Potter hætti störfum hjá Brighton til að taka við Chelsea snemma á leiktíðinni, en Chelsea-liðið komst aldrei almennilega af stað undir stjórn Potters.
Í 31 leik undir stjórn Potters vann Chelsea 12, gerði átta jafntefli og tapaði 11. Liðið er í 11. sæti deildarinnar með 38 stig, eftir 28 leiki.