Eiður: Auðvitað er þetta annað gult spjald

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um þegar Liverpool vildi að spænska miðjumanninum Rodri, leikmanni Manchester City, yrði sýnt annað gult spjald og þar með rautt í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Rodri fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir að stöðva skyndisókn. Örskömmu síðar gerði hann slíkt hið sama en fékk þó ekki annað spjald. Þá var staðan 1:1 en leiknum lauk með öruggum 4:1-sigri Man. City.

„Ég ætla bara að segja það hreint út, auðvitað er þetta annað gult spjald,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

Umræður Eiðs Smára, Gylfa Einarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert