Fékk starfstilboð daginn eftir brottrekstur

Graham Potter ætlar að taka sér frí frá knattspyrnu.
Graham Potter ætlar að taka sér frí frá knattspyrnu. AFP/Justin Tallis

Knattspyrnustjórinn Graham Potter hafnaði því að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester í dag.

Það er talkSport sem greinir frá þessu en Potter, sem er 47 ára gamall, var rekinn sem stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Potter tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea í október á síðasta ári þar sem hann var með 39 prósenta sigurhlutfall.

Leicester er í leit að nýjum stjóra eftir að Brendan Rodgers var sagt upp störfum sem stjóra liðsins í gær.

Potter ætlar sér hins vegar að taka sér frí frá knattspyrnu og er það ástæðan fyrir því að hann hafnaði stjórastöðunni hjá Leicester, að því er fram kemur í frétt talkSport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert