Michael Keane bjargaði stigi fyrir Everton þegar liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool í kvöld.
Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Keane skoraði jöfnunarmark Everton með frábæru skoti utan teigs á 90. mínútu eftir að Harry Kane hafði komið Tottenham yfir með marki úr vítaspyrnu en tvö rauð spjöld fóru á loft í Liverpool í kvöld.
Leikur Everton og Tottenham var sýndur beint á Símanum Sport.