Henderson ýtti við Alisson (myndskeið)

Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, og Alisson, markverði liðsins og langbesta leikmanni þess á tímabilinu, lenti saman í markalausu jafntefli Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Henderson var ósáttur við misskilning milli Brasilíumannanna Fabinho og Alissons sem leiddi til dauðafæris hjá Chelsea, sem fór forgörðum.

Lét fyrirliðinn því markvörðinn heyra það. Alisson tók því ekki þegjandi og hljóðalaust og svaraði Henderson fullum hálsi, sem ýtti við Brassanum í kjölfarið.

Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Henderson og Alisson rifust í leiknum í gær, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert