Leikmaður Wolves hrækti á andstæðing (myndskeið)

Daniel Podence í leik með Wolves gegn Liverpool.
Daniel Podence í leik með Wolves gegn Liverpool. AFP/Paul Ellis

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Daniel Podence hjá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves er á leiðinni í leikbann fyrir að hrækja á Brennan Johnson, leikmann Nottingham Forest, í leik liðanna um helgina.

Podence hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir verknaðinn, sem sást greinilega á myndbandsupptökum.

Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert