Leipzig og Stuttgart tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í fótbolta.
Leipzig hafði betur gegn Dortmund á heimavelli í stórleik, 2:0. Timo Werner kom Leipzig yfir á 22. mínútu og Willi Orbán bætti við öðru marki í uppbótartíma.
Stuttgart, botnlið 1. deildarinnar, hafði betur gegn Nürnberg á útivelli, 1:0. Nürnberg er í 13. sæti 2. deildarinnar. Enzo Millot skoraði sigurmark Stuttgart á 83. mínútu.
Freiburg og Frankfurt tryggðu sér sæti í undanúrslitum í gær. Frankfurt vann 2:0-heimasigur á Union Berlin og Freiburg gerði sér lítið fyrir og vann 2:1-útisigur á Bayern München.