David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, viðurkenndi eftir 1:5-tap fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að starfið sitt gæti verið í hættu.
Stuðningsmenn West Ham voru allt annað en sáttir við frammistöðuna og var orðið ansi tómlegt á London-vellinum í seinni hálfleik, enda margir sem yfirgáfu völlinn töluvert fyrir leikslok.
„Ég hafði örugglega yfirgefið snemma líka. En þegar það gengur illa, verður þú að sýna stuðning í verki. Við höfum átt góða tíma saman og komist í Evrópukeppni, en núna gengur verr. Ég skil þá vel að fara snemma,“ sagði Moyes við BBC eftir leik.
Skotinn viðurkenndi síðan að starfið hans gæti verið í hættu. „Þegar þú tapar svona, ertu alltaf í hættu,“ sagði Moyes.
West Ham er sem stendur í 15. sæti með 27 stig, jafnmörg stig og Bournemouth, sem er í fallsæti.