Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur staðfest að Frank Lampard sé tekinn aftur við liðinu og muni stýra því út tímabilið.
Lampard stýrði liðinu áður frá júlí 2019 til upphafs ársins 2021. Hann náði ekki tilætluðum árangri með liðið og var því látinn fara.
Þá tók Thomas Tuchel við en eftir að hann var látinn fara réði félagið Graham Potter. Hann var svo látinn fara á dögunum og nú hefur Lampard verið ráðinn aftur.
Chelsea er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig þegar níu leikir eru eftir.
Frank Lampard returns as Caretaker Manager until the end of the season. 🤝
— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 6, 2023