Í gær var greint frá því að Frank Lampard væri að taka við enska knattspyrnuliðinu Chelsea á nýjan leik. Lampard stýrði Chelsea í um eitt og hálft ár frá árinu 2019 til 2021.
Sky Sports greindi frá því í morgun að Lampard verði tilkynntur sem nýr bráðabirgðastjóri Chelsea í dag og að hann muni jafnframt stýra æfingu liðsins.
Chelsea er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig þegar níu leikir eru eftir.