Lykilmaður áfram hjá Leeds

Jack Harrison.
Jack Harrison. AFP/Linsey Paranby

Englendingurinn Jack Harrison mun skrifa undir nýjan samning hjá knattspyrnufélaginu Leeds á næstu 24 klukkustundum. 

Frá þessu greinir Skysports en samkvæmt miðlinum hefur Leeds verði í samningsviðræðum við Harrison frá því í byrjun árs. 

Harrison er búinn að skora fjögur mörk og leggja önnur sex upp á tímabilinu en hann hefur verið sérlega heitur upp á síðkastið.

Englendingurinn vill sjálfur ólmur vera áfram hjá Leeds sem er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur fyrir ofan fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert