Þetta er mitt félag

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP(Daniel Leal

Frank Lampard var í dag ráðinn bráðabirgðastjóri enska knattspyrnufélagsins Chelsea.

Lampard er að taka við Chelsea í annað sinn á ferli sínum en hann er einnig einn besti leikmaður í sögu félagsins.

„Það er gott að vera kominn aftur. Þetta var mjög auðveld ákvörðun, þetta er mitt félag. Ég er himinlifandi með að fá tækifærið og mjög þakklátur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hópnum, ég hef unnið með mikið af þessum leikmönnum áður.“

Mason Mount er einn þeirra leikmanna sem Lampard var spurður út í eftir að hafa verið ráðinn en þeir hafa átt gott samband í gegnum tíðina, bæði hjá Derby þegar Lampard þjálfaði þar og svo Chelsea. Síðustu mánuði hafa samningaviðræður Chelsea og Mount gengið illa og hefur leikmaðurinn verið orðaður frá félaginu.

„Mason hefur alltaf verið frábær hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea. Ég veit að hann hefur verið að glíma við einhver meiðsli en ég þarf bara að ræða við hann og sjá hvar hann stendur, en ég veit alveg hvað ég fæ frá honum. Hann er gífurlega mikilvægur leikmaður fyrir Chelsea.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert