William Saliba, varnarmaður Arsenal, mun að öllum líkindum ekki verða klár fyrir leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.
Saliba meiddist í leik liðsins gegn Sporting í Evrópudeildinni í síðasta mánuði og hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal, sem og landsleikjum með Frökkum í millitíðinni.
Arsenal er á toppi deildarinnar en liðið fer í heimsókn á Anfield og sunnudaginn og mætir þar Liverpool sem hefur gengið brösulega undanfarið. Líklegt verður að teljast að Rob Holding muni leysa Saliba af, verði Frakkinn ekki klár, en Holding hefur spilað vel í vörn Arsenal í fjarveru Saliba.