Ég óttaðist að hann myndi ekki spila meira

Christian Eriksen reynir skot að marki Reading en hann meiddist …
Christian Eriksen reynir skot að marki Reading en hann meiddist í leiknum sem fór fram í lok janúar. AFP/Oli Scarff

Christian Eriksen kemur á ný inn í leikmannahóp Manchester United fyrir leikinn gegn Everton í ensku úrvaldsdeildinni á morgun en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan í lok janúar vegna ökklameiðsla.

Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag en hann kvaðst um tíma hafa óttast að Eriksen myndi ekki spila meira á þessu tímabili. „Þetta var virkilega slæm tækling og vond meiðsli. Ég var hræddur um að hann væri alveg úr leik. Hann er á undan áætlun sem er frábært," sagði ten Hag en Andy Carroll, framherjinn reyndi hjá Reading, tæklaði Danann hressilega í viðureign liðanna í bikarkeppninni.

Ten Hag staðfesti ennfremur að enski landsliðsbakvörðurinn Luke Shaw myndi missa af leiknum gegn Everton en hann var tekinn af velli í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla í leiknum gegn Brentford í fyrrakvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert