Jóhann grýttur í Middlesbrough (myndskeið)

Jóhann Berg Guðmundsson fékk óþægilega sendingu frá áhorfanda í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson fékk óþægilega sendingu frá áhorfanda í kvöld. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu varð fyrir því að kastað var hlut í höfuð hans í kvöld þegar Burnley sótti Middlesbrough heim í ensku B-deildinni.

Þetta kemur fram á myndskeiði sem Sky Sports birti á Twitter fyrir stundu en Burnley tryggði sér úrvalsdeildarsæti með sigrinum í kvöld.

Þar má sjá Jóhann rétta öryggisvörðum einhvern hlut sem virðist hafa verið kastað til hans í kjölfarið á því að leikmenn Burnley fögnuðu marki í leiknum, sem þeir unnu 2:1, en um leið fær hann eitthvað fljúgandi í andlitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert