Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu varð fyrir því að kastað var hlut í höfuð hans í kvöld þegar Burnley sótti Middlesbrough heim í ensku B-deildinni.
Þetta kemur fram á myndskeiði sem Sky Sports birti á Twitter fyrir stundu en Burnley tryggði sér úrvalsdeildarsæti með sigrinum í kvöld.
Þar má sjá Jóhann rétta öryggisvörðum einhvern hlut sem virðist hafa verið kastað til hans í kjölfarið á því að leikmenn Burnley fögnuðu marki í leiknum, sem þeir unnu 2:1, en um leið fær hann eitthvað fljúgandi í andlitið.
Burnley's Jóhann Berg Guðmundsson appeared to be hit by an object whilst celebrating his sides goal against Middlesbrough. pic.twitter.com/xsP3DMFsWp
— Sky Sports Football (@SkyFootball) April 7, 2023